Sigríður Lára Garðarsdóttir og stöllur í Lilleström komust áfram í úrslit norska bikarsins í dag eftir sigur í vítaspyrnukeppni gegn Röa með Svövu Rós Guðmundsdóttir innanborðs í undanúrslitaleiknum 

LSK mætir annað hvort Sandviken eða Klepp í úrslitaleiknum, seinni undanúrslitaleikurinn fer fram á morgun en fyrst eiga þær leik í Meistaradeild Evrópu gegn Ajax í vikunni.

Sigríður Lára kom ekkert við sögu í leiknum í dag en Svava Rós lék allar 120. mínúturnar fyrir Röa.

Svava Rós skoraði annað mark Röa í dag sem komst 3-0 yfir með marki í upphafi seinni hálfleiks en LSK svaraði með þremur mörkum í seinni hálfleik. Hvorugu liði tókst að skora í framlengingu og þurfti því að grípa til vítaspyrnukeppni.

Í vítaspyrnukeppninni fóru leikmenn Röa illa með vítaspyrnur sínar, nýttu aðeins eina af fjórum áður á meðan LSK tókst að nýta þrjár af fjórum. Fær LSK því tækifæri til að endurheimta titilinn eftir eins árs fjarveru.