Fótbolti

Sigríður Lára í bikarúrslitin í Noregi

Sigríður Lára Garðarsdóttir og stöllur í Lilleström komust áfram í úrslit norska bikarsins í dag eftir sigur gegn Röa með Svövu Rós Guðmundsdóttir innanborðs í undanúrslitaleiknum

Sigríður, hér lengst til hægri, í leik með íslenska landsliðinu. Fréttablaðið/Getty

Sigríður Lára Garðarsdóttir og stöllur í Lilleström komust áfram í úrslit norska bikarsins í dag eftir sigur í vítaspyrnukeppni gegn Röa með Svövu Rós Guðmundsdóttir innanborðs í undanúrslitaleiknum 

LSK mætir annað hvort Sandviken eða Klepp í úrslitaleiknum, seinni undanúrslitaleikurinn fer fram á morgun en fyrst eiga þær leik í Meistaradeild Evrópu gegn Ajax í vikunni.

Sigríður Lára kom ekkert við sögu í leiknum í dag en Svava Rós lék allar 120. mínúturnar fyrir Röa.

Svava Rós skoraði annað mark Röa í dag sem komst 3-0 yfir með marki í upphafi seinni hálfleiks en LSK svaraði með þremur mörkum í seinni hálfleik. Hvorugu liði tókst að skora í framlengingu og þurfti því að grípa til vítaspyrnukeppni.

Í vítaspyrnukeppninni fóru leikmenn Röa illa með vítaspyrnur sínar, nýttu aðeins eina af fjórum áður á meðan LSK tókst að nýta þrjár af fjórum. Fær LSK því tækifæri til að endurheimta titilinn eftir eins árs fjarveru.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Messi meiddist þegar Barcelona fór á toppinn

Fótbolti

Ronaldo náði merkum áfanga

Fótbolti

Rakel skorað í sex leikjum í röð

Auglýsing

Nýjast

Everton upp í áttunda sæti með sigri

Slagsmál og hnefahögg í fyrsta heimaleik James

Selfoss áfram taplaus á toppnum

Tarik lék á als oddi í jafntefli KA gegn ÍR

Ómar og Janus lögðu þung lóð á vogarskálina

Salah tryggði Liverpool langþráðan sigur

Auglýsing