Fimleikastjarnan Simone Biles sem er ólympíumeistari í fjölþraut varð í gær fyrst kvenna til að sigra í fimmta sinn allar fjölþrautir á bandaríska meistaramótinu sem fór fram um helgina. Biles hefur ekki tekið þátt í tvö ár en hún tilkynnti í nóvember árið 2016 að hún ætlaði að taka sér hlé frá íþróttinni til að leyfa líkama sínum að hvíla sig.

„Aðeins eru níu mánuði frá því að ég kom aftur. Ég er svo stolt af sjálfri mér,“ sagði Biles á Twitter eftir sigur sinn.

Biles klæddist fölbláum fimleikabol sem hún tileinkaði öllum þeim sem Larry Nassar, fyrrverandi læknir bandaríska liðsins í fimleikum, braut á kynferðislega.

Hann braut kynferðislega á um 100 stúlkum og var dæmdur í maí á þessu ári til 175 ára fangelsis fyrir brotin. Biles er ein þeirra sem steig fram í janúar og sagði frá brotum hans gegn sér.

Sjá einnig: Greiða 500 milljónir dali í sáttar­greiðslu vegna Nassar

„Ég stend með þeim öllum, og mér finnst það sérstakt að standa saman“ sagði Biles í samtali við ESPN um fimleikabúninginn sinn. Greint er frá á BBC.