Enski boltinn

Shaw verður með á sunnudaginn

Luke Shaw, bakvörður Manchester United og enska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur náð sér eftir höfuðhöggið sem hann fékk í leik með enska liðinu gegn Spáni í Þjóðadeild UEFA í síðustu viku.

Luke Shaw í leik með Manchester United á yfirstandandi leiktið. Fréttablaðið/Getty

Luke Shaw, bakvörður Manchester United, verður klár í slaginn fyrir leik liðsins gegn Watford í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sem fram fer á morgun. Þetta staðfesti José Mourinho, knattspyrnustjóri liðsins, á blaðamannafundi í dag. 

Shaw fékk þungt höfuðhögg í leim með enska landsliðinu gegn Spáni í leik liðanna í Þjóðadeild UEFA í síðustu viku, en hann skall með höfuðið á hné Dani Carvajal, varrnarmanns Spánverja. 

Mounrinho sagði að læknir félagsins hefði staðfest að Shaw væri orðinn heill heilsu og væri leikfær í leiknum gegn Watford. Portúgalinn hefur hins vegar ekki tekið ákvörðun um hvort hann muni stilla honum upp í bakverði liðsins eður ei. 

Leikur liðanna er síðasti leikur morgundagsins í ensku úrvalsdeildinni, en hann verður leikinnn á Vicarage Road og hefst klukkan 16.30. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Ferguson snýr aftur á Old Trafford í maí

Enski boltinn

Watford fyrst í 8-liða úrslitin

Enski boltinn

Zaha í bann

Auglýsing

Nýjast

„Léttir að vinna loksins titil og fá ártal á vegginn“

„Setjum þetta í reynslubankann“

Helena: Magnað að vinna titilinn með Guðbjörgu

„Löngu kominn tími á að vinna titla“

„Góð tilfinning að vinna loksins titil með Val“

Vals­konur bikar­meistarar í fyrsta sinn

Auglýsing