Maria Sharapova tilkynnti í dag að tennisferlinum væri lokið en hún er eina rússneska konan sem hefur unnið alslemmuna(e. grand slam) í tennis.

Sharapova var um tíma ein besta tenniskona heims og er ein af tíu konum sem hafa unnið alla fjóra risatitlanna í einliðaleik.

Hún var samtals í 21 viku í efsta sæti styrkleikalistans á sínum tíma en síðustu sex ár lék rússneska tenniskonan aðeins einu sinni til úrslita.

Á sínum tíma féll Sharapova á lyfjaprófi á Opna ástralska meistaramótinu í tennis og var dæmd í fimmtán mánaða bann.

Maria vann WTA titil árið 2017 eftir að hafa setið af sér bannið en komst aldrei aftur í fyrra form.