Enski boltinn

Shaqiri orðinn leikmaður Liverpool

Liverpool hefur staðfest kaup sín á svissneska landsliðsmanningum Xherdan Shaqiri, en hann kemur til félagsins frá Stoke City sem féll úr ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla síðastliðið vor.

Xherdan Shaqiri í leik með Sviss á HM í Rússlandi í sumar. Fréttablaðið/Getty

Búið er að ganga frá kaupum Liverpool á svissneska landsliðsmanningum Xherdan Shaqiri, en hann er þriðji leikmaður sem kemur félagsins í sumar. 

Shaqiri kemur til Liverpool frá Stoke City sem féll úr ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla síðastliðið vor. Talið er að kaupverðið sé um það bil 13 milljónir punda. 

Hann lék með Basel, Bayern München og Inter Milan áður en hann gekk til liðs við Stoke City árið 2015. Þá hefur Shaqiri leikið 74 landsleiki fyrir Sviss og skorað í þeim leikjum 21 mark. 

Áður hefur Liverpool fest kaup á miðvallarleikmönnunum Naby Keita og Fabinho. Á móti hefur Liverpool selt Emre Can til Juventus.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Son og Lamela framlengja við Tottenham

Enski boltinn

Liver­pool búið að ganga frá kaupum á Alis­son

Enski boltinn

Pappírsmál Alexis Sánchez komin á hreint

Auglýsing

Nýjast

Handbolti

Töpuðu með 10 í gær en unnu Svía í dag

Golf

Bein lýsing: Haraldur á fimm yfir á öðrum hring

Fótbolti

AC Milan hleypt aftur í Evrópudeildina

Golf

Haraldur hefur leik um þrjúleytið

Körfubolti

KR-ingar búnir að semja við Bandaríkjamann

Körfubolti

Hrafn mun þjálfa Álftanes næsta vetur

Auglýsing