Enski boltinn

Shaqiri fer í læknisskoðun hjá Liverpool í dag

Svissneski landsliðsmaðurinn Xherdan Shaqiri gengst undir læknisskoðun hjá Liverpool í dag eftir að Stoke samþykkti tilboð frá Liverpool í Shaqiri en hann verður þriðji leikmaðurinn sem Liverpool bætir við í sumar.

Það stefnir allt í að Shaqiri verði leikmaður Liverpool fyrir helgi. Fréttablaðið/Getty

Svissneski landsliðsmaðurinn Xherdan Shaqiri gengst undir læknisskoðun hjá Liverpool í dag eftir að Stoke samþykkti tilboð frá Liverpool í Shaqiri.

Var Shaqiri með ákvæði í samningi sínum um riftunarverð sem Stoke gæti ekki hafnað ef félagið myndi falla úr efstu deild sem Liverpool nýtti sér eftir að Stoke féll úr efstu deild í vor.

Verður Liverpool fjórða félagið sem Shaqiri leikur með utan heimalandsins sem þótti á sínum tíma einn efnilegasti leikmaður Evrópu og fékk nafnið Messi Alpanna.

Eftir að hafa slegið í gegn með Basel og unglingalandsliðum Sviss fór hann til Bayern Munchen þar sem tækifærin voru af skornum skammti. Eftir stutt stopp hjá Inter fór hann svo til Stoke þar sem hann hefur verið í þrjú ár.

Gangi félagsskiptin í gegn verður hann þriðji leikmaðurinn sem Liverpool bætir við í sumar á eftir Naby Keita og Fabinho en forráðamenn Liverpool eru enn vongóðir um að bæta við Nabil Fekir, leikmanni Lyon.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Son og Lamela framlengja við Tottenham

Enski boltinn

Liver­pool búið að ganga frá kaupum á Alis­son

Enski boltinn

Pappírsmál Alexis Sánchez komin á hreint

Auglýsing

Nýjast

Handbolti

Töpuðu með 10 í gær en unnu Svía í dag

Golf

Bein lýsing: Haraldur á fimm yfir á öðrum hring

Fótbolti

AC Milan hleypt aftur í Evrópudeildina

Golf

Haraldur hefur leik um þrjúleytið

Körfubolti

KR-ingar búnir að semja við Bandaríkjamann

Körfubolti

Hrafn mun þjálfa Álftanes næsta vetur

Auglýsing