Shaqu­il­le O‘Neal borgaði á dögunum reikninginn fyrir alla gesti veitinga­húss sem hann heim­sótti. Auk þess bauð hann öllum þjónum staðarins upp á kvöld­mat í sínu boði. Reikningurinn hljóðaði upp á það sem nemur um 3,3 milljónum ís­lenskra króna.

Gestir staðarins stað­festu þetta við Page Six. O‘Neal var staddur á stefnu­móti á veitinga­staðnum. Alls sá þessi 50 ára gamli fyrrum körfu­knatt­leiks­maður um reikninga hjá 40 borðum. Þá kemur einnig fram að hann hafi greitt starfs­mönnum rausnar­legt þjór­fé.

Það er ó­hætt að full­yrða að O‘Neal hafi ekki átt í miklum vand­ræðum með að reiða fram upp­hæðina. Eigur hans eru metnar á um 400 milljónir Banda­ríkja­dala.

Á ferli sínum sem leik­maður í NBA-deildinni vestan­hafs lék O‘Neal með Or­lando Magic, Los Angeles Lakers, Miami Heat, Phoenix Suns, Cle­veland Ca­vali­ers og Boston Celtics. Hann varð fjórum sinnum meistari með sínu liði.