Fyrsta Íslandsmótið í FIFA fer fram í næsta mánuði þar sem fylgst verður með framtíðar landsliðsmönnum fyrir HM í FIFA sem fer fram í maí.

Þetta kom fram á blaðamannafundi KSÍ í dag.

Ólafur Hrafn Steinarsson, formaður Rafíþróttasambands Íslands, kom fram á blaðamannafundinum þar sem hann fagnaði aðkomu KSÍ að þessu verkefni.

Þá bætti Ólafur Hrafn því við að aldurstakmarkið fyrir Íslandsmótið væri sextán ára í ljósi þess að aldurstakmarkið á HM er sextán ára.