Gert er ráð fyrir því að keppni í efstu deild kvenna í fótbolta hefjist þriðjudaginn 26. apríl og ljúki laugardaginn 1. október samkvæmt drögum að mótinu sem knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, birti í dag.

Um mitt verður tekið rúmlega sex vikna hlé vegna þátttöku A-landsliðs kvenna í lokakeppni Evrópumótsins sem spilað verður í Englandi.

Úrslitaleikur Mjólkurbikars kvenna verður leikinn laugardaginn 27. ágúst.

Leikir fyrstu umferðar efstu deildar kvenna í fótbolta verða eftirfarandi:

ÍBV - Stjarnan, Hásteinsvöllur þriðjudaginn 26. apríl

Valur - Þróttur, Origo-völlur þriðjudaginn 26. apríl

KR - Keflavík, Meistaravellir miðvikudaginn 27. apríl

Breiðablik Þór/KA, Kópavogsvöllur miðvikudaginn 27. apríl

Afturelding - Selfoss, Fagverksvöllurinn Varmá miðvikudaginn 27. apríl