Handbolti

Sex sigrar í röð gegn Asíuþjóðum

Ísland mætir Asíuþjóð í tíunda sinn á heimsmeistaramóti í dag. Barein eru andstæðingar dagsins.

Guðmundur Guðmundsson mætir sínu gamla liði í dag. Fréttablaðið/Getty

Ísland mætir Barein í þriðja leik sínum í B-riðli á heimsmeistaramótinu í handbolta í dag. Leikurinn hefst klukkan 14:30. Þjálfari Bareins er Aron Kristjánsson en hann tók við starfinu af Guðmundi Guðmundssyni sem nú stýrir íslenska liðinu.

Þetta er fyrsti leikur Íslands og Barein á HM frá upphafi. Íslenska liðið hefur hins vegar níu sinnum áður mætt Asíuþjóð á heimsmeistaramóti.

Fyrstu þrír leikirnir gegn Asíuþjóðum á HM töpuðust. Ísland tapaði með eins marks mun, 19-20, fyrir Japan á HM 1970. Í fyrsta leik sínum á HM 1986 mættu Íslendingar Suður-Kóreumönnum og töpuðu stórt, 21-30. Guðmundur Guðmundsson lék þann leik. Ísland mætti Suður-Kóreu aftur á HM á Íslandi 1995 og tapaði 23-26.

Síðan þá hefur Ísland leikið sex leiki gegn Asíuþjóðum á HM og unnið þá alla, flesta stórt. Fyrsti sigurinn gegn Asíuþjóð á HM kom gegn Japönum 1997, 24-20.

Japan er einmitt fjórði mótherji Íslands á HM 2019. Japan, sem Dagur Sigurðsson stýrir, mætir Spáni í dag.

Leikir gegn Asíuþjóðum á HM:


HM 1970
Ísland 19-20 Japan

HM 1986
Ísland 21-30 S-Kórea

HM 1995
Ísland 23-26 S-Kórea

HM 1997
Ísland 24-20 Japan
Ísland 25-22 Sádí-Arabía

HM 2003
Ísland 42-22 Katar

HM 2005
Ísland 30-21 Kúveit

HM 2011
Ísland 36-22 Japan

HM 2013
Ísland 39-29 Katar

9 leikir: 6 sigrar, 0 jafntefli, 3 töp

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Aðeins þrjú lið fengið fleiri brottvísanir en Ísland

Handbolti

Refsað fyrir öll þau mistök sem gerð voru

Handbolti

Spánverjar reyndust of stór biti fyrir Ísland

Auglýsing

Nýjast

Andorra sýnd veiði en ekki gefin

Króatar í basli gegn Aserbaídsjan

Stjarnan og Njarðvík unnu fyrstu leikina

Næstu Ólympíu­leikar þeir síðustu hjá Si­mone Biles

Rooney heldur með Man City í titilbaráttunni

Marcus Rashford á heimleið vegna meiðsla

Auglýsing