Handbolti

Sex leikmenn sem vert er að fylgjast með í vetur

Olís-deild kvenna hefst um helgina eftir að Haukar unnu 22-19 sigur á Fram í Meistarakeppni HSÍ í gærkvöld. Fréttablaðið spáir í spilin og tilnefnir sex unga leikmenn sem vert er að fylgjast vandlega með í vetur.

Bertha var í stóru hlutverki hjá Haukum í fyrra þrátt fyrir ungan aldur og verður fróðlegt að fylgjast með henni í vetur. Fréttablaðið/Eyþór

Fréttablaðið tók saman sex unga og efnilega leikmenn sem verður gaman að fylgjast með í Olís-deild kvenna á tímabilinu sem hefst um helgina.

Þær eru með mismikla reynslu að baki í efstu deild, Lovísa Thompson hefur sem dæmi verið lengi í deildinni en skipti úr uppeldisfélaginu í vor.

Listann má sjá hér fyrir neðan.

Ástríður Glódís Gísladóttir 
Markmaður sem gekk til liðs við Hauka frá Fylki fyrir þetta tímabil. Hún átti gott tímabil með Fylki í Grill 66-deildinni í fyrra. Ástríður Glódís er efnilegur markmaður sem spilaði með U-20 ára landsliði Íslands á heimsmeistaramótinu í sumar og stóð sig vel. 

Berta Rut Harðardóttir  Ein af ástæðum þess að Haukar stóðu sig vel í fyrra var sú að Bertu Rut óx mikið ásmegin. Hún er góð hægri skytta sem getur einnig leyst af í hægra horninu. 

Berta var einn af burðarásunum í U-20 ára liðinu og sýndi það þar hversu langt hún er komin á þroskaferli sínu sem handboltamaður þrátt fyrir að vera enn gjaldgeng í U-18 ára landsliðið.

Ída Bjarklind Magnúsdóttir 
Stór og stæðileg skytta frá Selfossi. Hún fékk nokkuð stórt hlutverk í fjarverju Hrafnhildar Hönnu Þrastardóttur á síðustu leiktíð og spennandi að sjá hvort hún hafi tekið skref fram á við frá því í fyrra.

Berglind Þorsteinsdóttir 
Hlaut náð fyrir augum Axels Stefánssonar landsliðsþjálfara í leikjum gegn Svíþjóð í lok þessa mánaðar. Berglind er sterkur varnarmaður og er óhrædd við að vaða út í þá sóknarmenn sem ógna marki HK. 

Vonandi nær hún að bæta sig hratt og vel og festa sæti sitt í landsliðinu til frambúðar.

Lovísa hefur verið í lykilhlutverki hjá Gróttu undanfarin ár þrátt fyrir ungan aldur en hún hélt yfir í Val í sumar. Fréttablaðið/Sigtryggur

Ásdís Guðmundsdóttir  Línumaður að norðan sem hefur vaxið mikið undanfarin ár. Hún var hluti af leikmannahópi U-20 ára liðs Íslands sem lék á heimsmeistaramótinu í sumar og er öflugur línumaður. 

Lovísa Thompson  Þrátt fyrir ungan aldur hefur Lovísa reynt allt sem hægt er að reyna í handboltanum hér heima. Hún skipti úr uppeldisfélaginu Gróttu í Val og það verður fróðlegt að sjá hvernig hún stendur sig í nýju umhverfi. Það er mikil pressa á Lovísu að standa sig vel.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Næsta verkefni liðsins í Póllandi

Handbolti

Sólveig Lára tryggði KA/Þór stigin tvö

Handbolti

Birna Berg mun leika í Þýskalandi

Auglýsing

Nýjast

„Léttir að vinna loksins titil og fá ártal á vegginn“

„Setjum þetta í reynslubankann“

Helena: Magnað að vinna titilinn með Guðbjörgu

„Löngu kominn tími á að vinna titla“

„Góð tilfinning að vinna loksins titil með Val“

Vals­konur bikar­meistarar í fyrsta sinn

Auglýsing