Sex leik­menn ís­lenska karla­lands­liðsins í fót­bolta hafa verið sakaðir um of­beldis- eða kyn­ferðis­brot.

Arnar Þór Viðar­son þjálfari liðsins gat því ekki valið alla þá leik­menn sem hafði í huga fyrir ný­af­staðinn leik gegn Armeníu og Liecten­stein í undan­keppni HM. Þetta kemur fram í Morgun­blaðinu í dag.

Þar segir að stjórn Knatt­spyrnu­sam­bands Ís­lands hafi borist tölvu­póstur frá að­gerða­hópnum Öfgum hinn 27. septem­ber. Þá var inni­hald tölvu­póstsins flokkað sem trúnaðar­mál á stjórnar­fundi sam­bandsins sem fór fram 30. septem­ber.

Daginn eftir til­kynnti Arnar Þór Viðars­son leik­manna­hóp sinn fyrir leikina tvo sem fóru fram 8. og 11. októ­ber gegn Armeníu og Liechten­stein.

Þrír nafn­greindir

Aron Einar Gunnars­son, Kol­beinn Sig­þórs­son og Gylfi Þór Sigurðs­son hafa allir verið nafn­greindir í ís­lenskum fjöl­miðlum fyrir meint brot. Hinir þrír hafa enn ekki verið nafn­greindir en eiga allir fjölda lands­leika fyrir A- lands­liðið að baki undan­farinn ára­tug.

Sam­kvæmt frétt Morgun­blaðsins er málið nú til skoðunar hjá Sigur­björgu Sigur­páls­dóttur, sam­skipta­ráð­gjafa í­þrótta- og æsku­lýðs­starfs. Á meðan málið til skoðunar eru þeir ekki gjald­gengir í ís­lenska lands­liðið.