Jemma Whiteside, sex barna ensk móðir, hefur verið dæmd sek fyrir kynferðisbrot á knattspyrnuleik í ensku úrvalsdeildinni. Átti það sér stað í febrúar síðastliðnum.

Hin fertuga Whiteside er stuðningsmaður Englandsmeistara Manchester City. Hún var á leik leik liðsins gegn Everton í Liverpool þegar brotið átti sér stað.

Whiteside greip þá í kynfæri karlkyns stuðningsmanns Everton og nuddaði rassinum sínum upp við hann skömmu áður en leikurinn hófst.

Síðar átti hún að hafa sagt „ég ætla að sofa hjá honum seinna, þó ég viti ekki einu sinni hvað hann heitir.“ Samkvæmt vitnum var hún afar drukkin.

Fórnarlambið var í miklu sjokki eftir atvikið og leitaði strax til lögreglu. Whiteside var síðar ákærð og síðar dæmd.

Hún harðneitaði sök eftir athæfið og sagði meðal annars „maður frá Liverpool er ekki eitthvað sem ég vil eða þarf.“

Það dugði þó ekki til og var hún dæmd. Eftir að dómurinn var kveðinn upp hágrét Whiteside í réttarsal.