Fótbolti

Sex af tíu verð­mætustu fé­lögum heims á Eng­landi

Manchester United er verðmætasta knattspyrnufélag heims samkvæmt nýjasta lista Forbes en þetta er annað árið í röð sem þeir eru efstir á lista. Barcelona og Real Madrid eru ekki langt undan en sex ensk lið eru á listanum yfir tíu verðmætustu.

Manchester United nýtur góðs af tekjunum sem skila sér af heimavelli liðsins, Old Trafford. Fréttablaðið/Getty

Samkvæmt nýjasta lista Forbes er enska félagið Manchester United verðmætasta fótboltalið heims en þetta er annað árið í röð sem þeir eru efstir á lista Forbes.

Hafa Manchester United, Real Madrid og Barcelona verið í kringum efstu sætin undanfarin ár en spænsku félögin sóttu á Manchester United á síðasta ári.

Er Manchester United metið á 4,12 milljarð bandaríkjadollara en Real Madrid (4,08 milljarður) og Barcelona (4,06 milljarður) eru ekki langt undan.

Alls eru sex ensk lið meðal tíu efstu en þar rekur Tottenham sem er verðmetið á 1,47 milljarð lestina. Auk Barcelona og Real Madrid eru Juventus og Bayern Munchen meðal tíu efstu.

Það vekur vissulega athygli að West Ham er verðmetið á 754 milljónir bandaríkjadollara en það er meira en Roma, AC Milan, Inter Milan og fleiri stórlið.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Andri Lucas og Daníel Tristan færa sig um set

Fótbolti

Bjart­sýnir á að Ís­land komist upp úr D-riðli

Fótbolti

Rúnar Alex til Dijon í Frakk­landi

Auglýsing

Nýjast

HM 2018 í Rússlandi

Vonbrigði í Volgograd

HM 2018 í Rússlandi

Nígería hafði betur gegn Íslandi

HM 2018 í Rússlandi

Brasilía skoraði tvö mörk í uppbótartíma

HM 2018 í Rússlandi

Þrjár breytingar hjá Nígeríu frá síðasta leik

HM 2018 í Rússlandi

Þessir hefja leik gegn Nígeríu

HM 2018 í Rússlandi

Strákarnir okkar mættir á völlinn í Volgograd

Auglýsing