Fótbolti

Sex af tíu verð­mætustu fé­lögum heims á Eng­landi

Manchester United er verðmætasta knattspyrnufélag heims samkvæmt nýjasta lista Forbes en þetta er annað árið í röð sem þeir eru efstir á lista. Barcelona og Real Madrid eru ekki langt undan en sex ensk lið eru á listanum yfir tíu verðmætustu.

Manchester United nýtur góðs af tekjunum sem skila sér af heimavelli liðsins, Old Trafford. Fréttablaðið/Getty

Samkvæmt nýjasta lista Forbes er enska félagið Manchester United verðmætasta fótboltalið heims en þetta er annað árið í röð sem þeir eru efstir á lista Forbes.

Hafa Manchester United, Real Madrid og Barcelona verið í kringum efstu sætin undanfarin ár en spænsku félögin sóttu á Manchester United á síðasta ári.

Er Manchester United metið á 4,12 milljarð bandaríkjadollara en Real Madrid (4,08 milljarður) og Barcelona (4,06 milljarður) eru ekki langt undan.

Alls eru sex ensk lið meðal tíu efstu en þar rekur Tottenham sem er verðmetið á 1,47 milljarð lestina. Auk Barcelona og Real Madrid eru Juventus og Bayern Munchen meðal tíu efstu.

Það vekur vissulega athygli að West Ham er verðmetið á 754 milljónir bandaríkjadollara en það er meira en Roma, AC Milan, Inter Milan og fleiri stórlið.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Boateng til Barcelona

Fótbolti

Elín Metta á skotskónum á Spáni

Fótbolti

Matthías færir sig um set í Noregi

Auglýsing

Nýjast

ÍR, KR og Njarðvík í Höllina

NFL-stjarna kíkti á Gullfoss

Fyrsta tap Kristjáns kom gegn Noregi

„Ekki hægt að biðja um betri byrjun“

Elín Metta með tíu landsliðsmörk

Veðja aftur á varaliðsþjálfara Dortmund

Auglýsing