Miami Heat er búið að segja að félagið sé að rannsaka mál Meyers Leonard og fordæma notkun slíkra orða. Á meðan

Leonard hefur sjálfur beðist afsökunar á orðanotkuninni en hann er kominn í ótímabundið leyfi á meðan rannsókn málsins stendur yfir.

Atvikið átti sér stað þegar Leonard sem er öflugur rafíþróttaspilari var í beinni útsendingu á Twitch. Þar notaði hann niðrandi ummæli um gyðinga til að niðurlægja andstæðing sinn.

Fyrirtæki sem hafa átt í samstarfi við Leonard hafa slitið samstarfinu en Miami Heat, körfuboltaliðið sem Leonard leikur fyrir, er í eigu Micky Arison sem er gyðingatrúar.

Stutt er síðan ökuþórinn Kyle Larson sem keyrir í NASCAR lenti í vandræðum fyrir kynþáttafordóma á Twitch rás sinni en hann var dæmdur í bann fyrir atvikið og gæti Leonard átt von á sambærilegri refsingu.