Banda­ríski körfu­bolta­maðurinn Kyri­e Ir­ving, leik­maður Brook­lyn Nets í NBA deildinni hefur verið settur í launa­laust leyfi og fimm leikja bann fyrir að ýta undir gyðinga­hatur. Þetta kemur fram í yfir­lýsingu frá Brook­lyn Nets.

Ir­ving hefur fengið á sig mikla gagn­rýni eftir að hann aug­lýsti kvik­mynd sem, með boð­skap sínum, ýtir undir gyðinga­hatur. Ir­ving hafði neitað að biðjast af­sökunar á hegðun sinni en það var ekki fyrr en hann hafði verið settur í launa­laust leyfi og bann sem hann sendi frá sér af­sökunar­beiðni.

„Undan­farna daga höfum við í­trekað reynt að láta Kyri­e Ir­ving átta sig á því hvaða slæmu á­hrif orð hans og gjörðir, sem hófust með því að hann aug­lýsti kvik­mynd sem inni­hélt gyðinga­hatur, leiddu af sér. Við trúðum því að rétta leiðin að þessu væri sú að fræða hann um stað­reyndir í þessum efnum og töldum okkur hafa náð árangri," segir meðal annars í yfir­lýsingu Nets.

Það hafi því komið fé­laginu mjög á ó­vart, á blaða­manna­fundi á dögunum, þegar að Ir­ving neitaði fyrir það að hafa ýtt undir hatur­s­orð­ræðu með því að aug­lýsa um­rædda mynd. Þetta hafi ekki verið í fyrsta skipti sem Ir­ving hafi gefist tæki­færi á því að skýra stöðu sína. Honum hafi ekki tekist að gera það.

„Það að hann geri ekki hreint fyrir sínum dyrum þegar hann fær tæki­færi til þess veldur okkur miklum von­brigðum, sér í lagi í svona við­kvæmu máli. Þetta gengur gegn stefnu fé­lagsins og hefur skað­leg á­hrif á liðið.

Í ljósi þess teljum við hann ekki verðugan þess að standa í stafni hjá Brook­lyn Nets. Við höfum á­kveðið að hann verði settur í launa­laust leyfi þar til hann sýnir iðrun og gegnst við þeim skað­legu á­hrifum sem hegðun hans og orð­ræða hefur leitt af sér. Þá hefur hann fengið fimm leikja bann."