Stangastökkvarinn Armand Duplantis bætti heimsmetið í stangarstökki á heimsmeistaramótinu í Eugene í nótt. Svíinn stökk þá 6,21 metra.

Fyrra metið átti Duplantis sjálfur, frá því hann stökk 6,20 metra í Belgrad í mars. Þetta er alls í fimmta sinn sem hinn 22 ára gamli Duplantis bætir heimsmetið.

,,Þetta var eitthvað sem ég vildi og þurfti," sagði Duplantis við BBC eftir að hafa bætt heimsmetið í enn eitt skiptið.

Hann var í raun ekki að spá í heimsmetinu þegar hann stökk. ,,Ég var svo upptekinn að því að sigra og ná í gullið að heimsmetið kom bara í leiðinni," sagði hann.