Í aðdraganda Evrópumóts kvenna tók bandaríski íþróttafjölmiðillinn ESPN saman fimmtíu bestu leikmenn heims í dag og kemst enginn úr íslenska liðinu á listann.

Sara Björk Gunnarsdóttir hefur reglulega komist á lista yfir bestu leikmenn heims undanfarin ár en hún er ekki á listanum hjá ESPN.

Í umsögninni stendur að það hafi 26 einstaklingar tekið þátt í kosningunni. Níu fyrrum liðsfélagar Söru hjá Lyon eru á listanum og einn verðandi liðsfélagi hjá Juventus.

Bandaríkin, Spánn og England eiga flesta fulltrúa listans eða sex hver. Næst koma Frakkar (5), Kanada (4), Ástralir, Þjóðverjar (3), Hollendingar (3) og Svíar (3).

Alls eiga nítján þjóðir fulltrúa á listanum sem sjá má hér.