Sett verður á laggirnar sérstök frægðarhöll (e. Hall of Fame) í ensku úrvalsdeildinni og verða tveir fyrstu aðilarnir teknir inn í næsta mánuði.

Enska úrvalsdeildin tilkynnti þetta á Twitter í dag. Samkvæmt tilkynningunni munu aðeins leikmenn koma til greina.

Tímabilið í ár er 28. tímabilið frá því að nafninu var breytt í ensku úrvalsdeildina og stefnir allt í að Liverpool vinni sinn fyrsta meistaratitil eftir nafnabreytinguna.

Óvíst er hverjir fyrstu tveir meðlimir frægðarhallarinnar verða en það verður að teljast líklegt að Ryan Giggs verði annar þeirra.

Giggs var hluti af þrettán meistaraliðum Manchester United á sínum tíma ásamt því að setja leikjamet sem var síðar bætt af Gareth Barry.

Þá er hann eini leikmaðurinn sem hefur skorað 21 tímabil í röð og með flestar stoðsendingar í sögu deildarinnar.