Bandaríska tennisstjarnan Serena Williams hefur ákveðið að láta gott heita af ferli sínum sem atvinnukona í tennis eftir Opna bandaríska meistaramótið í tennis sem hefst síðar í mánuðinum. Þetta kemur fram í grein sem Williams skrifar og birtist í Vogue.

Williams hefur unnið 23 risatitla á sínum ferli í Tennis og í greininni segist hún hafa þróast fjær tennis undanfarið.