Christian Horn­er, liðs­stjóri For­múlu 1 liðs Red Bull Ra­cing sér ekki fyrir sér að fjór­faldi heims­meistarinn Sebastian Vet­tel, sem lét gott heita á öku­manns­ferli sínum eftir síðasta tíma­bil, snúi aftur á þessum tíma­punkti og taki við stjórnunar­stöðu hjá Red Bull Ra­cing.

Þetta lét Horn­er hafa eftir sér í við­tali við Auto Motor und Sport í Þýska­landi en áður hafði Helmut Marko, ráð­gjafi hjá Red Bull Ra­cing opnað fyrir endur­komu Vet­tel til liðsins.

Sebastian Vet­tel var öku­maður Red Bull Ra­cing í sex tíma­bil og vann þar alla sína heims­meistara­titla á For­múlu 1 ferlinum.

„Ég held ekki,“ sagði Horn­er er hann var spurður út í það hvort Vet­tel myndi snúa aftur til liðsins á næstunni. „Ég sé Vet­tel ekki fyrir mér í 9-17 vinnu eða að flytja til Bret­lands, þá tel ég að það séu aðrir hlutir núna upp á borði hjá honum sem hann vill ná að af­reka sjálfur og með fjöl­skyldu sinni.“

Það kæmi Horn­er á ó­vart ef Vet­tel myndi ráða sig í stjórnunar­stöðu hjá For­múlu 1 liði þar sem hann þurfti að vera á vaktinni alla daga.