Jim Redmond sem vakti heimsathygli í 400 metra spretthlaupi karla á Ólympíuleikunum í Barcelona þegar hann ruddi sér leið inn á brautina úr stúkunni til að aðstoða son sinn lést um helgina.

Atvikið er eitt það eftirminnilegasta í sögu Ólympíuleikana og valdi Barack Obama, þáverandi forseti Bandaríkjanna, augnablikið sem eftirminnilegasta atvik Ólympíuleikanna frá upphafi árið 2009.

Eftir 150 metra tognaði spretthlauparinn Derek Redmond frá Bretlandi aftan í læri og var því í miklum vandræðum með að klára keppnina.

Á öðrum fætinum tókst Derek að hlaupa stærstan hluta hlaupsins en á lokametrunum var Jim búinn að brjóta sér leið inn á völlinn til að aðstoða soninn yfir endalínuna.

Jim var heiðraður með því að vera kyndilberi ólympíueldsins fyrir Ólympíuleikana 2012 þegar tuttugu ár voru liðin frá atvikinu.

Breska Ólympíunefndin og Alþjóðaólympíunefndin minntust Jim á samskiptamiðlinum Twitter í dag.