Aganefnd FIFA ákvað í dag að sekta knattspyrnusamband Senegal eftir að egypska knattspyrnusambandið kvartaði undan fordómum, óeirðum og leysigeislanotkun á meðan leik liðanna stóð í undankeppni HM 2022.

Sektin telur 143 þúsund pund eða um 23,4 milljónir íslenskra króna og þarf Senegal að leika einn leik fyrir luktum dyrum.

Senegal hafði betur gegn Egyptalandi í vítaspyrnukeppni á heimavelli sem kom Senegal áfram í lokakeppni HM í Katar en Egyptar sitja eftir með sárt ennið.

Á meðan leiknum stóð sást greinilega í útsýningunni að stuðningsmenn Senegal beindu leisigeisla að leikmönnum Egyptalands og þá sérstaklega Mohamed Salah.

Egyptar kvörtuðu einnig undan niðrandi skilaboðum og ógnandi hegðun stuðningsmanna Senegal sem grýttu leikmenn Egyptalands þegar þeir gengu af velli.