Teymi UFC bar­daga­kappans Daniel Rodrigu­ez, sem stígur inn í bar­daga­búrið í London þann 18. mars næst­komandi og mætir þar Gunnari Nel­son í velti­vigtar­deild UFC, sendir varnaðar­orð til Ís­lendingsins í að­draganda bar­dagans.

Daniel, líkt og Gunnar, er á fullu í undir­búningi sínum fyrir bar­dagann sem verður hans fyrsti í UFC fyrir utan Banda­ríkin.

Á mynd­bandi sem liðs­maður úr teymi hans birtir á sam­fé­lags­miðlinum Insta­gram skrifar hann, í texta við það, varnaðar­orð til Gunnars.

„Gunnar ætti að búa sig undir að vera sleginn niður.“

Á mynd­bandinu sést Daniel, sem er svo­kölluð sout­hpaw týpa af bar­daga­manni sem kýs að berjast standandi fremur en að fara og glíma í gólfinu, henda nokkrum höggum í æfingu sem þjálfari hans Manny setti upp.

Að­eins rétt rúmur mánuður er til stefnu þar til bar­daga­kvöldið um­rædda fer fram í London.

Skjáskot af umræddu myndbandi
Fréttablaðið/Skjáskot