Markvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson, leikmaður Breiðabliks, ætlar að selja fjöldann allan af knattspyrnubúningum sem hann hefur eignast gegnum árin til að styrkja góðgerðarmál. Þetta tilkynnti hann á Facebook-síðu sinni.

Gunnleifur birti þessa mynd af treyjunum með tilkynningu sinni.
SKJÁSKOT/FACEBOOK

Gunnleifur segir að hann ætli að byrja að selja búningana á næstu dögum, en þetta eru tæplega 200 búningar sem hann hefur safnað að sér í gegnum ferilinn. Gunnleifur segir að þetta sé fjölbreytt safn og þar sé að finna treyjur frá fullt af flottum nöfnum, félagsliðum og landsliðum.

Hann segir að allur ágóði komi til með að renna til mismunandi góðgerðarfélaga.