Breiðablik hefur samþykkt tilboð frá norska félagnu Rosenborg í Selmu Sól Magnúsdóttir og hefur hún náð samkomulagi um tveggja ára samning við norska liðið.

Selma Sól er 23 ára gömul en hún spilaði sinn fyrsta leik með liðinu í efstu deild árið 2013, þá aðeins fimmtán ára gömul. Síðan þá eru leikirnir orðnir 137 og mörkin 27 í öllum keppnum.

Selma Sól hefur verið í lykilhlutverki með Blikum síðustu ár en hún hefur jafnframt spilað sextán A-landsleiki og áður fjölda leikja með yngri landsliðum Íslands.