Fótbolti

Selma Sól: „Förum með sjálfs­traust í næsta verk­efni“

Selma Sól Magnús­dóttir er sátt með frammi­stöðu ís­lenska liðsins í kvöld. Segir mark­miðið vita­skuld vera það að vinna Þjóð­verja í næsta leik og tryggja þátt­töku­rétt á HM í Frakk­landi 2019.

Selma Sól í baráttunni. Hún lagði upp annað mark leiksins með flottri hornspyrnu á kollinn á Glódísi Perlu. Fréttablaðið/Anton Brink

Selma Sól Magnúsdóttir, miðjumaðurinn ungi, var sátt með frammistöðu íslenska liðsins í kvöld þegar það bar sigurorð af Slóveníu, 2-0. Með sigrinum komst liðið á topp riðils síns, upp fyrir Þýskaland.

„Þetta er góð tilfinning. Tók smá tíma og þær voru vel spilandi. Við þurftum því að vera þolinmóðar en það gekk upp í dag þannig við erum mjög sáttar með sigurinn,“ sagði Selma Sól í samtali við Fréttablaðið eftir leik.

Hún segir liðið hafa vitað að það myndi skora í dag og því hafi þolinmæði skipt öllu máli.

„Við biðum bara eftir markinu og það kom að lokum,“ segir Selma, en hún fyllti í skarð Söru Bjarkar Gunnarsdóttur fyrirliða liðsins, sem meiddist á hásin í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu með liði sínu Wolfsburg.

Fara með sjálfstraust í leikinn gegn Þjóðverjum

Um er að ræða annað skipti sem Selma byrjar inn á í mótsleik og skilaði hún góðu dagsverki. Lagði hún til að mynda upp seinna mark Glódísar Perlu með öruggri sendingu úr hornspyrnu.

Sigurinn boði góð fyrirheit fyrir komandi verkefni en liðið mætir Þýskalandi næst, í sannkölluðum úrslitaleik um efsta sætið í riðlinum og þar með þátttökurétt á HM í Frakklandi á næsta ári. „Við förum með gott sjálfstraust inn í næsta verkefni.“

Og markmiðið að vinna Þýskaland og halda toppsætinu?

„Er það ekki alltaf markmiðið?“

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Gló­dís: „Mann verður að dreyma stórt“

Fótbolti

Freyr: Mark­miðið að vinna Þjóð­verja og fara á HM

Fótbolti

Ís­land upp fyrir Þýskaland á topp riðilsins

Auglýsing

Nýjast

Í beinni: Ísland - Japan, 12-12

Karabatic kallaður inn í franska hópinn

Leikmaður Man. Utd. gerðist vegan

Sonur Schumacher í akademíu Ferrari

Ísland unnið tvisvar og Japan einu sinni

Austin eignast atvinnumannalið

Auglýsing