Selma Sól Magnúsdóttir, landsliðskona í fótbotla og leikamður Breiðabliks, æfir þessa dagana með norska liðinu Rosenborg.

Það er Orri Rafn Sigurðarson, íþróttalýsandi á Viaplay, sem greinir frá þessu á twitter-síðu sinni.

Fari svo að Selma Sól semji við Rosenborg yrði hún fjórði leikmaðurinn sem færi frá liðinu á skömmum tíma.

Heiðdís Lillýj­ar­dótt­ir gerði lánssamning við Benfica í upphafi þessa árs, Agla María Albertsdóttir gekk til liðs við Häcken og Kristín Dís Árnadóttir við Bröndby.