Handbolti

Selfyssingar í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1994

Eftir erfiðan fyrri hálfleik náði Selfoss undirtökunum í seinni hálfleik og vann 28-30 sigur á Stjörnunni í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla.

Hergeir Grímsson skoraði þriðjung marka Selfoss í Garðabænum. Fréttablaðið/Eyþór

Selfoss er kominn í undanúrslit um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla í fyrsta sinn í 24 ár eftir sigur á Stjörnunni, 28-30 í kvöld. Selfyssingar unnu einvígið 2-0 og mæta FH-ingum í undanúrslitunum.

Stjörnumenn byrjuðu leikinn miklu betur og komust í 5-1. Sveinbjörn Pétursson var góður í marki Garðbæinga og varði vel. Sölvi Ólafsson fann sig ekki hinum megin en Helgi Hlynsson átti góða innkomu.

Stjarnan var þremur mörkum yfir í hálfleik, 16-13, en Selfoss seig fram úr í seinni hálfleik og vann á endanum tveggja marka sigur, 28-30.

Hergeir Grímsson skoraði 10 mörk fyrir Selfyssinga og Teitur Örn Einarsson sex.

Leó Snær Pétursson var markahæstur Garðbæinga með sjö mörk. Stjarnan varð fyrir áfalli í upphafi seinni hálfleiks þegar Bjarki Már Gunnarsson fékk að líta rauða spjaldið.

Mörk Stjörnunnar:
Leó Snær Pétursson 7, Egill Magnússon 6, Aron Dagur Pálsson 6, Ari Magnús Þorgeirsson 5, Garðar B. Sigurjónsson 2/1, Andri Hjartar Grétarsson 1, Hjálmtýr Alfreðsson 1.

Mörk Selfoss:
Hergeir Grímsson 10, Teitur Örn Einarsson 6, Einar Sverrisson 4/2, Elvar Örn Jónsson 3, Haukur Þrastarson 3, Atli Ævar Ingólfsson 2, Sverrir Pálsson 1, Árni Steinn Steinþórsson 1.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

HK komið upp í Olís-deildina

Handbolti

Karen frábær þegar Fram jafnaði metin

Íslenski boltinn

„Okkur langar að færa okkur upp um eitt þrep"

Auglýsing

Nýjast

Íslenski boltinn

Spá Fréttablaðsins: KA hafnar í 6. sæti

Fótbolti

Barcelona vann bikarinn með stæl

Enski boltinn

Aron skaut Cardiff upp í annað sætið

Enski boltinn

Man. Utd getur bjargað tímabilinu með bikar

Körfubolti

Valur jafnaði metin gegn Haukum

Handbolti

ÍBV fer með þriggja marka forskot til Rúmeníu

Auglýsing