Handbolti

Selfyssingar í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1994

Eftir erfiðan fyrri hálfleik náði Selfoss undirtökunum í seinni hálfleik og vann 28-30 sigur á Stjörnunni í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla.

Hergeir Grímsson skoraði þriðjung marka Selfoss í Garðabænum. Fréttablaðið/Eyþór

Selfoss er kominn í undanúrslit um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla í fyrsta sinn í 24 ár eftir sigur á Stjörnunni, 28-30 í kvöld. Selfyssingar unnu einvígið 2-0 og mæta FH-ingum í undanúrslitunum.

Stjörnumenn byrjuðu leikinn miklu betur og komust í 5-1. Sveinbjörn Pétursson var góður í marki Garðbæinga og varði vel. Sölvi Ólafsson fann sig ekki hinum megin en Helgi Hlynsson átti góða innkomu.

Stjarnan var þremur mörkum yfir í hálfleik, 16-13, en Selfoss seig fram úr í seinni hálfleik og vann á endanum tveggja marka sigur, 28-30.

Hergeir Grímsson skoraði 10 mörk fyrir Selfyssinga og Teitur Örn Einarsson sex.

Leó Snær Pétursson var markahæstur Garðbæinga með sjö mörk. Stjarnan varð fyrir áfalli í upphafi seinni hálfleiks þegar Bjarki Már Gunnarsson fékk að líta rauða spjaldið.

Mörk Stjörnunnar:
Leó Snær Pétursson 7, Egill Magnússon 6, Aron Dagur Pálsson 6, Ari Magnús Þorgeirsson 5, Garðar B. Sigurjónsson 2/1, Andri Hjartar Grétarsson 1, Hjálmtýr Alfreðsson 1.

Mörk Selfoss:
Hergeir Grímsson 10, Teitur Örn Einarsson 6, Einar Sverrisson 4/2, Elvar Örn Jónsson 3, Haukur Þrastarson 3, Atli Ævar Ingólfsson 2, Sverrir Pálsson 1, Árni Steinn Steinþórsson 1.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Góður skóli fyrir ungt lið Íslands

Handbolti

HM-hópurinn valinn í dag

Handbolti

Salah valinn leikmaður mánaðarins

Auglýsing

Nýjast

Línur munu skýrast í milliriðlunum í kvöld

Buvac formlega hættur störfum hjá Liverpool

Martin spilar til úrslita í þýska bikarnum

Arnari sagt upp hjá Lokeren

Mæta Skotlandi á Spáni í dag

Pressan eykst á Sarri eftir tap gegn Arsenal

Auglýsing