ÍBV hirti heimaleikjaréttinn með fimm marka sigri á FH í dag stuttu áður en Selfoss rétt marði ÍR á heimavelli.

ÍBV og Selfoss leiða því 1-0 í einvígjum liðanna í átta liða úrslitum Olís-deildar karla þar sem vinna þarf þrjá leiki.

Í Hafnarfirði var leikurinn jafn og spennandi framan af en ÍBV sigldi fram úr um miðbik seinni hálfleiks.

Á Selfossi voru heimamenn með frumkvæðið allan leikinn en Breiðhyltingar voru aldrei langt undan.

ÍR jafnaði metin á lokamínútu leiksins áður en Elvar Örn Jónsson skoraði sigurmark heimamanna á lokasekúndunum.