Íslenski boltinn

Selfoss náði í mikilvæg stig í fallbaráttuslag

Selfoss lagði FH að velli með einu marki gegn einu þegar liðin mættust í fallbaráttuslag í 13. umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu á Kaplakrikavelli í kvöld.

Allyson Paige Harason skorar hér sigurmark Selfoss gegn FH í kvöld. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Bandaríski varnarmaðurinn Allyson Paige Haran tryggði Selfossi afar dýrmæt stig í fallbaráttu Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu þegar hún skoraði sigurmark liðsins í 1-0-sigri gegn FH í leik liðanna í 13. umferð deildarinnar á Kaplakrikavelli í kvöld. 

Mark Selfyssingar kom um miðbik fyrri hálfeiks, en sigurinn í kvöld þýðir að liðið er komið með 15 stig og hoppar upp í fimmta sæti deildarinnar og er sex stigum frá fallsvæði deildarinnar. 

Grindavík sem er í næst neðsta sæti deildarinnar með níu stig á reyndar leik til góða á Selfoss, en Grindvíkingar mæta Stjörnunni suður með sjó annað kvöld. 

Staða FH-liðsins er hins vegar svört, en liðið situr á botni deildarinnar með sex stig og er sex stigum á eftir KR sem er í næsta sæti fyrir ofan fallsætin. 

Dagný Brynjarsdóttir sem gekk til liðs við Selfoss frá bandaríska liðinu Portland Thorns fyrr í sumar sat allan tímann á varamannabekk liðsins í þessum leik. 

Hún er nýfarinn að æfa fótbolta á nýjan leik eftir barnsburð og var þetta í fyrsta skipti sem hún er í leikmannahópi liðsins eftir að hún kom til liðsins í júlí.

Leikmenn Selfoss fagna marki Allyson Paige Haran. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Glódís og stöllur einum sigri frá meistaratitlinum

Íslenski boltinn

Jeffs verður aðstoðarmaður Jóns Þórs

Íslenski boltinn

Jón Þór nýr landsliðsþjálfari

Auglýsing

Nýjast

„Fann það strax að við gætum unnið saman“

Andri Rúnar og félagar fara upp með sigri í kvöld

„Þakklátur fyrir þetta tækifæri sem KSÍ veitir mér“

Valskonur söxuðu á forskot Fram á toppnum

Özil stórkostlegur í sigri Arsenal á Newcastle

Jose Mourinho sleppur við kæru

Auglýsing