Íslenski boltinn

Selfoss náði í mikilvæg stig í fallbaráttuslag

Selfoss lagði FH að velli með einu marki gegn einu þegar liðin mættust í fallbaráttuslag í 13. umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu á Kaplakrikavelli í kvöld.

Allyson Paige Harason skorar hér sigurmark Selfoss gegn FH í kvöld. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Bandaríski varnarmaðurinn Allyson Paige Haran tryggði Selfossi afar dýrmæt stig í fallbaráttu Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu þegar hún skoraði sigurmark liðsins í 1-0-sigri gegn FH í leik liðanna í 13. umferð deildarinnar á Kaplakrikavelli í kvöld. 

Mark Selfyssingar kom um miðbik fyrri hálfeiks, en sigurinn í kvöld þýðir að liðið er komið með 15 stig og hoppar upp í fimmta sæti deildarinnar og er sex stigum frá fallsvæði deildarinnar. 

Grindavík sem er í næst neðsta sæti deildarinnar með níu stig á reyndar leik til góða á Selfoss, en Grindvíkingar mæta Stjörnunni suður með sjó annað kvöld. 

Staða FH-liðsins er hins vegar svört, en liðið situr á botni deildarinnar með sex stig og er sex stigum á eftir KR sem er í næsta sæti fyrir ofan fallsætin. 

Dagný Brynjarsdóttir sem gekk til liðs við Selfoss frá bandaríska liðinu Portland Thorns fyrr í sumar sat allan tímann á varamannabekk liðsins í þessum leik. 

Hún er nýfarinn að æfa fótbolta á nýjan leik eftir barnsburð og var þetta í fyrsta skipti sem hún er í leikmannahópi liðsins eftir að hún kom til liðsins í júlí.

Leikmenn Selfoss fagna marki Allyson Paige Haran. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Íslenski boltinn

Birkir Már jafnar leikjafjölda Eiðs Smára í dag

Íslenski boltinn

Þessir byrja gegn Eistlandi

Íslenski boltinn

Ár frá síðasta sigrinum

Auglýsing

Nýjast

Vilja gefa út handtökuskipun á miðherja Knicks

Í beinni: Ísland - Japan, 13-12

Karabatic kallaður inn í franska hópinn

Leikmaður Man. Utd. gerðist vegan

Sonur Schumacher í akademíu Ferrari

Ísland unnið tvisvar og Japan einu sinni

Auglýsing