Enski miðjumaðurinn Grace Rapp skoraði sigurmark Selfoss þegar komst í bikarúrslitaleikinn með 1-0 sigri á móti Fylki á Würth-vellinum í Árbænum í kvöld.

Rapp fékk góða sendingu frá Önnu Maríu Friðgeirsdóttur og kláraði færið af um það bil vítapunkti með hnitmiðuðu skoti. Markið kom þegar stundarfjórðungur eftir af leiknum.

Selfoss er að fara í bikarúrslit í þriðja skipti í sögu félagins en liðið fór alla leið árin 2014 og 2015 og tapaði í bæði skipti fyrir Stjörnunni þegar á hólminn var komið.

Það kemur í ljós á morgun hvaða lið mætir Selfossi í úrslitum en þá mætast KR og Þór/KA í hinum undanúrslitaleiknum á Meistaravöllum.

Hólmfríður Magnúsdóttir fékk nokkur fín færi til þess að skora fyrir Selfoss en fann ekki leiðina framhjá Cecilíu Rán Rúnarsdóttur.