Handbolti

Selfoss í bestu stöðunni af íslensku liðunum

Þrjú íslensk lið verða í eldlínunni í 2. umferð EHF-bikars karla í handbolta um helgina og eru Selfyssingar í bestu stöðunni fyrir heimaleik gegn slóvenska liðinu Riko Ribn­ica. FH mætir Benfica frá Portúgal tvívegis ytra um helgina og ÍBV tekur naumt forskot til Frakklands fyrir leik gegn Pays d’Aix.

Strákarnir hans Patreks eru í nokkuð góðri stöðu fyrir leikinn í dag. Fréttablaðið/Ernir

Klukkan 18.00 í kvöld tekur Selfoss á móti slóvenska liðinu Riko Ribn­ica. Selfyssingar þurfa að vinna upp þriggja marka forskot Slóvenanna frá fyrri leiknum sem endaði með 30-27 sigri heimamanna.

Möguleikar Selfyssinga eru ágætir en þeir þurfa að spila betri vörn en í fyrri leiknum ef þeir ætla sér að komast í næstu umferð. Selfoss vann ÍBV í Eyjum í Olís-deildinni á miðvikudaginn, 25-27, þar sem landsliðsmaðurinn Haukur Þrastarson fór á kostum á lokakaflanum.

Á morgun mætir ÍBV franska liðinu Pays d’Aix á útivelli. Eyjamenn unnu frábæran sigur í fyrri leiknum, 24-23, sem Theodór Sigurbjörnsson og Kolbeinn Aron Ingibjargarson áttu risastóran þátt í að landa. 

Theodór skoraði síðustu tvö mörk ÍBV og Kolbeinn Aron varði lokaskot Frakkanna.

Eins marks forskot er ekki mikið og það er hætt við að það dugi skammt gegn sterku liði Pays d’Aix sem franska goðsögnin Jérome Fernandez stýrir. Pays d’Aix hefur reyndar farið rólega af stað heima fyrir og aðeins unnið tvo af fyrstu sex deildarleikjum sínum. 

FH-ingar eru mættir til Lissabon í Portúgal þar sem þeir mæta Benfica. Báðir leikirnir fara fram á heimavelli portúgalska liðsins. Fyrri leikurinn, sem telst heimaleikur Benfica, fer fram í dag og á morgun er komið að „heimaleik“ FH. 

Benfica hefur sterku liði á að skipa sem endaði í 3. sæti portúgölsku deildarinnar á síðasta tímabili. 

Í liði Benfica má finna leikmenn á borð við Kévynn Nyakos, heims- og Evrópumeistara með Frakklandi, og makedónska markvörðinn Borko Ristovski sem hefur leikið með liðum á borð við Barcelona og Rhein-Neckar Löwen.

Á þarsíðasta tímabili komst Benfica í riðlakeppni EHF-bikarsins. FH var hársbreidd frá því að komast þangað í fyrra og vantaði aðeins eitt mark til að slá Tatran Presov frá Slóvakíu úr leik í 3. umferð keppninnar.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Halldór hættir með FH eftir tímabilið

Handbolti

FH-ingur tekur við Haukum

Handbolti

Róbert Aron frá eftir til­efnis­lausa árás í mið­bænum

Auglýsing

Nýjast

Minnast Gordon Banks með sérstakri treyju gegn Aston Villa

Nálægt því að komast í úrslit

Chelsea fer til Úkraínu: Arsenal mætir Rennes

Leik­maður Leeds söng með stuðnings­mönnum Mal­mö

Sonur Holyfield reynir að komast í NFL-deildina

Rabiot rak mömmu sína

Auglýsing