Ríkjandi Íslandsmeistarar í Selfossi unnu fyrsta leik tímabilsins gegn FH 32-30 og náðu fram hefndum eftir að hafa tapað gegn FH í Meistarakeppni HSÍ á dögunum.

Þarna mættust ríkjandi Íslandsmeistarar Selfyssinga og ríkjandi bikarmeistararnir í FH á heimavelli FH-inga.

Selfyssingar náðu frumkvæðinu um miðjan fyrri hálfleikinn og héldu í forskotið til leiksloka þrátt fyrir gott áhlaup FH þegar líða tók á seinni hálfleikinn.

Á sama tíma unnu Haukar 28-24 sigur á HK þar sem nýliðarnir úr Kópavogi byrjuðu leikinn af krafti en Haukar sigldu fram úr í seinni hálfleik.

Staðan var jöfn í hálfleik en Haukar komust á skrið og unnu seinni hálfleikinn 15-11 sem skildi liðin að.