Handbolti

Selfoss á toppinn

Selfyssingar urðu í kvöld fyrsta liðið til að leggja Valsmenn að velli í Olís-deild karla á tímabilinu. Magnaður endasprettur Selfoss skilaði sigrinum.

Hergeir Grímsson lék afar vel gegn Val. Fréttablaðið/Eyþór

Selfoss tyllti sér á topp Olís-deildar karla með sigri á Val, 28-24, í Hleðsluhöllinni í kvöld.

Staðan var jöfn í hálfleik, 10-10, og liðin héldust í hendur fram í miðjan seinni hálfleik.

Þá breyttu Selfyssingar stöðunni úr 16-17 í 21-17 og náðu undirtökunum. Selfoss náði mest sex marka forskoti en á endanum munaði fjórum mörkum á liðunum, 28-24.

Elvar Örn Jónsson og Haukur Þrastarson voru markahæstir í liði Selfoss með sex mörk hvor. Hergeir Grímsson átti einnig góðan leik og skoraði fimm mörk. Pawel Kiepulski varði 15 skot í markinu (42,9%).

Vignir Stefánsson og Anton Rúnarsson skoruðu fimm mörk hvor fyrir Val sem tapaði sínum fyrsta leik í kvöld.

Upplýsingar um tölfræði eru fengnar frá HB Statz sem er komið í samstarf við HSÍ.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Haukar nálgast toppliðin - Stjarnan úr botnsætinu

Handbolti

Ólafur bestur þegar mest á reynir

Auglýsing

Nýjast

Solari fær langtímasamning hjá Real Madrid

Tveggja leikja bann fyrir pirringskastið

Rooney mun klára ferilinn í Bandaríkjunum

Birgir Leifur úr leik

Rekinn eftir 73 daga í starfi

Helena: Einhvern veginn allt að

Auglýsing