Elsti sonur LeBron James þykir afar efnilegur og flykkjast aðdáendur að fylgjast með honum spila með menntaskólaliði Sierra Canyon.

Sonurinn sem heitir einfaldlega LeBron James yngri fagnaði á dögunum fimmtán ára afmæli leikur með syni Dwyane Wade, Zaire Wade hjá Sierre Canyon.

Um þakkargjörðarhátíðina mætti Sierra Canyon liði Duncanville í Texas og var aðsóknin eftir miðum slík að ákveðið var að færa leikinn í American Airlines Center, heimavöll Dallas Mavericks.

Um tólf þúsund manns fylgdust með syni LeBron sem er nýliði (e. freshman) sem er ekkert nýtt fyrir drenginn sem er vanur að fá stjörnur á leiki sína. Fyrir vikið var öryggisgæslan hert og fylgdi öryggisvörður liðinu hverri stundu í Texas.

Þekktustu körfuboltaþjálfarar Bandaríkjanna sjást oft á hliðarlínunni hjá syni LeBron ásamt stærstu stjörnum bandarísks íþróttalífs. Fyrir áhugasama mun ESPN sýna fimmtán leiki með Sierra Canyon-liðinu í vetur.

Þá tók það innan við sólarhring fyrir son LeBron að fá dyggan fylgjendahóp á Instagram en innan við sólarhring eftir að hann stofnaði Instagram var fylgjendahópurinn kominn í tæplega tvær milljónir.