Þjálfari Club Brugge staðfesti að Mbaye Diagne hefði verið sektaður og að hann verði ekki í hóp Club Brugge eftir að hafa brennt af vítaspyrnu gegn PSG um helgina.

Diagne steig á vítapunktinn þegar korter var til leiksloka í París eftir að hafa krækt sjálfur í vítaspyrnuna en Keylor Navas varði frá framherjanum frá Senegal.

Philippe Clement, þjálfari belgíska félagsins, staðfesti að Diagne yrði ekki í leikmannahóp hjá félaginu um helgina og að hann hefði verið sektaður fyrir að fara á mis við skilaboð þjálfarans.

Hanas Vanaken, liðsfélagi Diagne var vítaskytta belgíska félagsins í leiknum en Diagne krafðist þess að taka vítið og brenndi af.