NFL deildin gaf út 350 þúsund dollara sektir sem eru tæplega 50 milljónir íslenskra króna vegna þjálfara sem notuðust ekki við grímur á hliðarlínunni um helgina.

Deildin sendi félögunum viðvörun eftir fyrstu umferð þar sem þjálfarar voru áminntir um grímuskyldu á hliðarlínunni.

Kyle Shanahan, þjálfari 49ers, Pete Carroll, þjálfari Seahawks og Vic Fangio, þjálfari Broncos, voru allir sektaðir um hundrað þúsund dollara af deildinni fyrir að hafa gleymt grímunni.

Þá voru félög þeirra sektuð um 250 þúsund dollara sem gerir það að verkum að heildarsektirnar voru 350 þúsund dollarar eða 48,5 milljónir íslenskra króna.