Spænskir fjölmiðlar greina frá því að Martin Hermannsson, landsliðsmaður í körfubolta hafi samið við spænska liðið Valencia.

Martin hefur leikið með þýska liðinu Alba Berlin síðustu tvö keppnistímabil en hann varð bæði Þýskalandsmeistari og bikarmeistari með liðinu á nýafstaðinni leiktíð.

Eftir að leiktíðinni lauk ýjaði Martin sterklega að því að hann væri að skoða möguleka sína og hyggðist fá nýja áskorun á ferli sínum.

Nú virðist sem Valencia hafi tryggt sér krafta hans en Martin yrði þá annar íslenski leikmaðurinn til þess að leika með liðinu. Jón Arnór Stefánsson gerði garðinn frægan hjá liðinu fyrst frá 2005 til 2006 og svo aftur frá 2015 til 2016.

Tryggvi Snær Hlinason lék svo með Valencia frá 2017 til 2019. Þá hefur Hilmar Smári Henningsson verið í herbúðum liðsina í rúmt ár.

Martin verður þriðji íslenski landsliðsmaðurinn sem spilar í spænsku efstu deildinni á næsta keppniatímabili en í gær var tilkynnt að Haukur Helgi Pálsson hefði samið við ACB Andorra og þá er Tryggvi Snær leikmaður Zaragoza.

Valencia hafnaði í sjöunda sæti deildarkeppninnar í vor og fór í undanúrslit í úrslitakeppni deildairnnar. Þá sat liðið í tíunda sæti í Euro League þegar keppni þar var hætt vegna kórónaveirufaraldursins.