Enskir fjölmiðlar segja frá því í dag að Harry Kane sé tilbúinn að yfirgefa uppeldisfélag sitt, Tottenham í sumar í von um að að fara að berjast um titla.

Kane hefur verið á mála hjá Tottenham frá ellefu ára aldri og hefur leikið 278 leiki fyrir félagið í öllum keppnum.

Þá hefur Kane tvisvar hreppt gullskóinn í ensku úrvalsdeildinni og verið valinn leikmaður tímabilsins af aðdáendum en bikarskápurinn er enn tómur.

Kane verður 27 ára síðar á þessu ári og á tvo silfurpeninga úr Meistaradeild Evrópu og enska deildarbikarnum. Hann hefur ekki farið leynt með það að markmið ferilsins sé að vinna titla.

Samkvæmt sömu heimildum fylgjast Real Madrid og Manchester United með gangi mála.