Aron Guðmundsson skrifar frá Lundúnum:

Gunnar Nelson snýr aftur í bardagabúrið þegar að hann mætir Takashi Sato í O2-höllinni í Lundúnum um helgina. Birtur var skoðanapistill á vefsíðunni Bloody Elbow um Gunnar. Þar segir að Gunnar hafi margt að sanna eftir yfir tveggja ára fjarveru frá bardagabúrinu og þó svo að þetta sé ekki hans stærsta stund á ferlinum þá geti útkoma bardagans haft mikið að segja um framhaldið.

,,Nelson þarf að koma sér aftur í umræðuna. Hann er 33 ára og yngri en Gilbert Burns, meistarinn Kamaru Usman sem og efsti maður á lista Colby Covington. Ef hann ætlar að koma hlutum á hreyfingu verður hann að vinna Sato örugglega. Þá gæti hann fengið andstæðing ofarlega á styrkleikalistanum."

Gunnar hefur tapað síðustu tveimur bardögum sínum, gegn téðum Gilbert Burns og Bretanum Leon Edwards.

,,Ef honum tekst ekki að að gera þetta (koma með sterka yfirlýsingu) gæti hann fallið í flokkinn af bardagamönnum sem eru alltaf nefndir í 'hvað ef' umræðunni í heimi blandaðra bardagalista. Bardagakvöldið um helgina er ekki það stærsta á ferli Gunnars en útkoma þess gæti hins vegar haft mikið í því að segja í hvaða átt ferill hans stefnir," segir í skoðanapistli um Gunnar Nelson á vefsíðu Bloody Elbow