Thomas Tuchel var á dögunum sagt upp störfum sem knattspyrnustjóri Chelsea eftir dapra byrjun á tímabilinu. Í grein The Athletic sem birtist í dag er sagt frá tillögum sem nýjir eigendur Chelsea eru sagðir hafa beint til Tuchel fyrir nokkrum mánuðum síðan.

The Athletic greinir frá því að á einum fundi eigendanna með Tuchel þegar verið var að leggja drög að plani fyrir þá komandi tímabil hafi nýju eigendurnir, Todd Boehly og Behdad Eghbali, talið sig vera með skothelt plan fyrir Chelsea þar sem liðið myndi spila í leikkerfinu 4-4-3.

Glöggir knattspyrnuáhugmenn taka hins vegar eftir því strax á leikkerfið 4-4-3 er ekki löglegt í knattspyrnuheiminum því það myndi valda því að leikmenn Chelsea inn á vellinum yrðu tólf talsins.

Þessi tillaga nýju eigendanna hafi ekki slegið í gegn hjá Tuchel og segir í frétt The Athletic að þarna sé á ferðinni aðeins eitt dæmi um tillögur eigendanna sem komið illa við Tuchel.

Graham Potter hefur nú verið ráðinn knattspyrnustjóri Chelsea.