Formaður Samtaka ökuþóra í Formúlu 1, Alex Wurz sem keppti sjálfur í Formúlu 1 í sex ár, segir að skipuleggjendur Formúlu 1 kappakstursins í Miami hafi brugðist rétt við þegar þeir bönnuðu ökuþórum að vera með skartgripi.

Með því var bannað að vera með skartgripi á við eyrnarlokka og um leið hálskeðjur.

Lewis Hamilton, ökuþór Mercedes, sem þurfti að fjarlægja eyrnarlokk, var ósáttur með forgangsröðun mótshaldara og gaf til kynna að íþróttin væri með önnur vandamál sem ættu að vera ofar á forgangslistanum.

„Þetta er í reglugerðinni af ástæðu þótt að það hefði mátt fara aðra leið til að útskýra þetta fyrir ökuþórum,“ sagði Wurz sem vinnur í reglugerðum um öryggi í Formúlu 1.

Hamilton fékk undanþágu vegna gats (e. piercing) í nefi sem var ekki hægt að fjarlægja.