Í­­þrótta­blaða­­maðurinn Saddick Adams, greinir frá því í færslu á sam­fé­lags­miðlinum Twitter að knatt­spyrnu­maðurinn Christian Atsu hjá Hara­y­spor í Tyrk­landi hafi fundist í rústum byggingar þar í landi eftir að öflugur jarð­­skjálfti upp á 7,8 reið yfir Tyrk­land og Sýr­land í nótt.

Adams hefur upp­lýsingarnar eftir um­boðs­manna­t­eymi Atsu sem fær sínar upp­lýsingar frá liðs­fé­laga hans í Hara­y­spor.

Ekki er getið til um ná­kvæma líðan leik­mannsins en Adams segir hann hafa verið fluttan á sjúkra­hús.

„Liðs­­fé­lagi Atsu hefur stað­­fest við þá að hann sé fundinn og hafi verið fluttur á nær­­liggjandi sjúkra­hús. Búist er við yfir­­­lýsingu frá fé­lags­liði hans fljót­­lega.“

Jarð­­skjálfti upp á 7,8 reið yfir Tyrk­land og Sýr­land í nótt. Hann átti upp­­tök sín nærri milljóna­­borginni Gazian­tep í sam­­nefndu héraði að sögn banda­rísku jarð­­fræði­­stofnunarinnar USGS.

Skjálftinn átti upp­­tök sín á 17,9 km dýpi. Skömmu eftir að hann reið yfir fylgdi eftir­­­skjálfti upp á 6,7.

Atsu er 31 árs gamall en hann kom árið 2013 til Chelsea en spilaði aldrei í deild fyrir fé­lagið, hann var lánaður til Vites­se, E­ver­ton, Bour­nemouth, Malaga og New­cast­le áður en hann fór frá fé­laginu.