Íþróttablaðamaðurinn Saddick Adams, greinir frá því í færslu á samfélagsmiðlinum Twitter að knattspyrnumaðurinn Christian Atsu hjá Harayspor í Tyrklandi hafi fundist í rústum byggingar þar í landi eftir að öflugur jarðskjálfti upp á 7,8 reið yfir Tyrkland og Sýrland í nótt.
Adams hefur upplýsingarnar eftir umboðsmannateymi Atsu sem fær sínar upplýsingar frá liðsfélaga hans í Harayspor.
Ekki er getið til um nákvæma líðan leikmannsins en Adams segir hann hafa verið fluttan á sjúkrahús.
„Liðsfélagi Atsu hefur staðfest við þá að hann sé fundinn og hafi verið fluttur á nærliggjandi sjúkrahús. Búist er við yfirlýsingu frá félagsliði hans fljótlega.“
Jarðskjálfti upp á 7,8 reið yfir Tyrkland og Sýrland í nótt. Hann átti upptök sín nærri milljónaborginni Gaziantep í samnefndu héraði að sögn bandarísku jarðfræðistofnunarinnar USGS.
Skjálftinn átti upptök sín á 17,9 km dýpi. Skömmu eftir að hann reið yfir fylgdi eftirskjálfti upp á 6,7.
Atsu er 31 árs gamall en hann kom árið 2013 til Chelsea en spilaði aldrei í deild fyrir félagið, hann var lánaður til Vitesse, Everton, Bournemouth, Malaga og Newcastle áður en hann fór frá félaginu.
I’m still in contact with Christian Atsu’s management. A teammate of Atsu has confirmed to them, the player has been found and taken to the hospital.
— Saddick Adams (@SaddickAdams) February 6, 2023
They expect an official statement from his club soon.
Prayers still with him and everyone. Trust God he is safe 🙏 pic.twitter.com/J9GFZyac2O