Lærisveinum Wilder hefur ekki tekist að fylgja eftir góðum árangri síðasta tímabils þegar Sheffield United var spútniklið tímabilsins.

Þegar Wilder tók við liðinu var Sheffield United í League One en undir hans stjórn fór félagið upp um tvær deildir á þremur árum og lenti í níunda sæti á fyrsta ári í ensku úrvalsdeildinni.

Gengi liðsins eftir upphaf kórónaveirufaraldursins hefur verið hræðilegt og er uppskeran aðeins 25 stig í 38 leikjum.

Sheffield er fjórtan stigum frá öruggu sæti þegar tíu leikir eru eftir og fær nýr þjálfari það erfiða verkefni að reyna að bjarga félaginu frá falli.