Enski miðillinn The Sun greinir frá því í dag að Yves Bissouma, leikmaður Brighton, hafi verið handtekinn á skemmtistað í Brighton aðfaranótt miðvikudags og leiddur út í járnum.

Hinn 25 ára gamli Bissouma hefur vakið athygli stærstu liða Englands fyrir góða frammistöðu sína með liði Brighton.

Samkvæmt heimildum Sun voru Bissouma og vinur hans handteknir á skemmtistaðnum Arch við strandlínuna í Brighton en lögreglan í Sussex hefur staðfest að það hafi tveir einstaklingar verið handteknir á skemmtistað í gær.

Brighton greiddi á sínum tíma franska félaginu Lille fimmtán milljónir punda fyrir Bissouma en frammistöður hans í liði Brighton hafa vakið athygli stórliðanna á Englandi.

Hefur hann meðal annars verið orðaður við Liverpool, Manchester United og Arsenal.