Tvítug kona hefur stigið fram til að leiðrétta háværan orðróm um að hún tengist máli Gylfa Þórs Sigurðssonar, knattspyrnumanns, sem var handtekinn í Bretlandi nýverið.

Fjöldi orðróma eru á flakki um málið en eina sem hefur verið staðfest er að Gylfi Þór var handtekinn af lögreglu í Manchester á Englandi grunaður um kynferðisbrot gegn barni. Engin ákæra hefur verið gefin út og ekki liggur fyrir hvort Gylfi sé í farbanni eða ekki. Fjölmiðlar í Bretlandi mega ekki greina frá nafni Gylfa í tengslum við málið en ljóst er að samfélagsmiðlar loga um málið.

Konan, Chel­sea Par­doe, setti inn til­kynn­ingu á In­sta­gram-reikn­ing sinn þar sem hún vill leiðrétta orðróm um að hún teng­ist málinu á einhvern hátt. Mynd af henni ásamt fullyrðingum hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum bæði í Bretlandi og hér á landi.

Pardoe segir á Instagram að hún hafi orðið vör við sögusagnirnar.

„Mig lang­ar að leiðrétta þetta og taka það skýrt fram að ég er ekki stúlk­an sem teng­ist máli knatt­spyrnu­manns­ins Gylfa Sig­urðsson­ar,“ segir hún. Neitar hún því staðfastlega að tengjast málinu á neinn hátt. „Ég veit ekki einu sinni hver hann er og hef aldrei talað við hann.“