Vikt­or Gísli Hall­gríms­son, landsliðsmarkvörður í hand­knatt­leik, sem leikur með GOG í Danmörku hefur samið við franska úrvalsdeildarliðið Nan­tes.

Viktor Gísli mun ganga til liðs við franska félagið sumarið 2022 en þetta kom fram í hlaðvarpsþætt­in­um Hand­kastið sem settur var í loftið í gærkvöldi.

Þessi tvítugi markmaður gekk til liðs við GOG frá Fram sumarið 2019 en GOG er sem stendur í efsta sæti dönsku úrvalsdeildarinnar.

Nan­tes er hins vegar eitt af sterk­ustu liðum Frakk­lands en liðið er eins og sakir standa í frönsku efstu deild­ar­inn­ar.

Viktor Gísli verður næstu daga í eldlínunni með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi en íslenska liðið mætir Portúgal í fyrsta leik sínum á mótinu á fimmtudagskvöldið kemur.