Leiknum lauk með 4-1 sigri Liverpool sem tryggði sér um leið sæti í næstu umferð keppninnar. Eftir leikinn ákvað van Dijk, að heilsa upp á leikmenn Shrewsbury sem hann hafði nýlokið við að keppa við.

Van Dijk, þakkaði leikmönnunum fyrir leikinn og stappaði í þá stálinu. ,,Hann kom í búningsklefann til okkar eftir leik, þakkaði okkur fyrir og hrósaði okkur fyrir frammistöðuna. Hann tók í hendurnar á leikmönnum og bauð þeim treyjuna sína. Algjör fagmaður. Hann er ekki aðeins heimsklassa leikmaður, hann er sannur herramaður," sagði Cotterill í viðtali við Liverpool Echo.

Shrewsbury spilar í í þriðju efstu deild Englands og er þar um miðja deild og Cotterill segir að prófraun liðsins á Anfield muni gera því gott. ,,Þetta var mjög góð reynsla fyrir leikmenn mína. Maður getur ekki farið héðan og hugsað um það hversu sérstakt er að spila hér á heimavelli þessa sögufræga félags.

Í færslu á samfélagsmiðlum eftir leik, óskaði van Dijk, Shrewsbury velfarnaðar það sem eftir lifir tímabils.